Hernaður

Fréttamynd

Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Bar­átta um skot­færi

Nærri því tvö ár eru liðin frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst. Engar vísbendingar eru um að stríðið muni enda í bráð en staða Úkraínumanna hefur versnað nokkuð á undanförnum mánuðum og má það að miklu leyti rekja til skorts á skotfærum.

Erlent
Fréttamynd

Her­flug­vél féll til jarðar í Belgorod

Flutningaflugvél rússneska hersins hrapaði til jarðar í Belgorod-héraði í morgun og sprakk. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir Il-76 flugvélina hafa borið 65 úkraínska stríðsfanga sem til stóð að skipta við Úkraínumenn, auk áhafnar, alls 74 manns.

Erlent
Fréttamynd

Felldu tuttugu og einn her­mann í um­sátri

Ráðamenn í Ísrael segja 24 ísraelska hermenn hafa fallið í átökum við Hamas-liða á Gasaströndinni í gær. Þar af féllu 21 þeirra í sömu árás Hamas en gærdagurinn var sá mannskæðasti fyrir ísraelska herinn frá 7. október.

Erlent
Fréttamynd

Heimur haturs, á­taka og her­gagna­fram­leiðslu

Það horfir ekki friðvænlega í heiminum þessa dagana. Úkraínustríðið heldur áfram og hefur nú staðið yfir í hér um bil 2 ár. Átök eru á milli Ísraelshers og Hamas eftir árás hins síðarnefnda á Ísrael í október á 2023. Hútar í Jemen sem styðja Hamas ráðast á skip sem fara um Rauðahafið og þeir telja tengjast Ísrael eða bandamönnum Ísrael.

Skoðun
Fréttamynd

Búa sig undir lang­varandi að­gerðir gegn Hútum

Meðlimir ríkisstjórnar Joe Biden, forseta Bandaríkjanan, eru að undirbúa áætlanir fyrir mögulegar langvarandi hernaðaraðgerðir gegn Hútum í Jemen. Markmið Bandaríkjamanna er að stöðva árásir Húta á fraktskip sem verið er að sigla um Rauða hafið og gegnum Súesskurðinn.

Erlent
Fréttamynd

Drónaárásir í Rúss­landi í nótt

Úkraínumenn eru sagðir hafa gert drónaárásir í Rússlandi í nótt en ein þeirra olli miklum eldi á olíuvinnslustöð nærri Pétursborg. Hin árásin ku hafa verið gerð á verksmiðju þar sem loftvarnarkerfi eru framleidd.

Erlent
Fréttamynd

Allt að fimm­tán þúsund manns drepin í einni borg

Allt að fimmtán þúsund manns hafa verið drepin í einni borg í Darfur héraði í Súdan, þar sem gífurlegt ofbeldi hefur átt sér stað. Fólkið er sagt hafa verið drepið af vígamönnum hóps sem kallast Rapid Support Forces eða RSF í umfangsmiklu þjóðernisofbeldi.

Erlent
Fréttamynd

Felldu hátt­settan byltingarvörð í loft­á­rás í Damaskus

Ísraelar gerðu í morgun loftárás á Damaskus, höfuðborg Sýrlands, og eru þeir sagðir hafa fellt minnst einn háttsettan meðlim byltingarvarða íranska hersins. Ísraelar gera reglulega árásir í Sýrlandi, sem beinast iðulega gegn Írönum þar, en árásir að degi til eru sjaldgæfar.

Erlent
Fréttamynd

Stærstu her­æfingar NATO í ára­tugi

Hermenn Atlantshafsbandalagsins og Svíþjóðar munu á næstu mánuðum halda umfangsmestu heræfingar bandalagsins í áratugi. Æfingarnar hefjast í næstu viku og munu standa yfir þar til í maí og í heildina munu um níutíu þúsund hermenn koma að þeim.

Erlent
Fréttamynd

Mót­mælir stofnun Palestínuríkis að loknum á­tökum

Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísrael segist hafa mótmælt því við Bandaríkin að Palestínuríki verði stofnað þegar átökunum á Gasaströndinni lýkur. Um 25 þúsund Palestínumenn hafa verið drepnir á Gasa frá því í október.

Erlent
Fréttamynd

Kallar eftir myndun Evrópuhers

Antonio Tajani utanríkisráðherra Ítalíu kallar eftir því að Evrópusambandið myndi her til að sinna friðargæslu og afstýringu átaka. Þetta segir hann í viðtali við ítalska miðilinn La Stampa.

Erlent
Fréttamynd

Við­ræðurnar snerust um upp­gjöf, ekki frið

Úkraínskir erindrekar höfðu ekki samþykkt skilmála Rússa áður en viðræðum var hætt nokkrum mánuðum eftir innrás Rússa í Úkraínu. Þeir segja viðræðurnar ekki hafa snúist um frið, heldur uppgjöf.

Erlent
Fréttamynd

For­dæma Banda­ríkja­menn vegna drónaárásar í Baghdad

Ríkisstjórn Íraks fordæmdi í gær drónaárás Bandaríkjamanna í Baghdad, höfuðborg landsins, í gærmorgun. Í árásinni féll leiðtogi vopnahóps sem tengist yfirvöldum í Íran og öryggissveitum Íraks. Sá er sagður hafa skipulagt fjölmargar árásir á bandaríska hermenn í Írak.

Erlent
Fréttamynd

Drápið á Arouri vekur hörð við­brögð

Hezbollah-samtökin hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau segja dráp Ísraelsmanna á Saleh al-Arouri, einum æðsta leiðtoga Hamas-samtakanna, „alvarlega árás á Líbanon“.

Erlent
Fréttamynd

Heim­sótti bæ sem Rússar reyna að um­kringja

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, virðist hafa heimsótt hermenn við og í bænum Avdívka, sem Rússar hafa reynt að umkringja frá því í október. Forsetinn birti myndband af sér standa við skilti bæjarins þar sem hann sagðist hafa þakkað hermönnum á svæðinu fyrir harða og erfiða baráttu þeirra og veitti hann hermönnum orður.

Erlent
Fréttamynd

Um­fangs­mestu loft­á­rásir Rússa hingað til

Talsmaður flughers Úkraínu segist aldrei hafa upplifað jafn margar árásir á sama tíma eins og Rússar hafa gert nú í morgun. Rússar gerðu loftárásir um allt land og notuðu til þess bæði eldflaugar og dróna.

Erlent